Blóð – sviti – tár : Íslensk dansverk í Hafnarfjarðarleikhúsinu

Danstvennan Taka#2 verður haldin í Hafnarfjarðarleikhúsinu dagana 13. og 15. apríl næstkomandi.

Á dagskrá eru verkin 900 02 eftir sviðslistamanninn Leif Þór Þorvaldsson og danslistamanninn Sigríði Soffíu Níelsdóttur og SHAKE ME eftir Íslensku hreyfiþróunarsamsteypuna. Bæði verkin voru sýnd við frábærar viðtökur áhorfenda fyrr í vetur og því hafa listamennirnir ákveðið að efna til örfárra endursýninga sem dansunnendur mega svo sannarlega ekki missa af.

Báðir hóparnir hafa verið áberandi í dansheiminum að undanförnu. Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan var tilnefnd til Grímunnar árið 2009 fyrir verk sitt DJ Hamingja og hið tilraunakennda verk Leifs, Endurómun, var sýnt í Borgarleikhúsinu í janúar síðastliðnum og vakti mikla athygli. Sigríður Soffía hefur nýlokið við að semja verkið Colorblind fyrir Silesian Dance Theater í Póllandi, en verkið verður sýnt hér á landi í júní í samstarfi við Íslenska dansflokkinn.

Miðaverð er aðeins 1500 krónur en tekið er við pöntunum í síma 555-2222 og taka.tvo@gmail.com

Advertisement

~ by siggasoffia on April 12, 2010.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

 
%d bloggers like this: