Bristol Ninja Cava crew eftir 3 daga

Annar gjörningur Bristol Ninja Cava Crew verður frumfluttur í útgerðinni þann 2 apríl.

Verkið sem ber titilinn Helvítis Ostapinnar er partur af röð gjörninga á Sequences sjónlistarhátíðinni en alls verða 8 verk/gjörningar fluttir milli 14-18 nú laugardaginn 2 apríl á Grandagarði 16 (Útgerðinni, Bakkaskemmu).Sequences hátíðin er nú haldin í 5 sinn en megináhersla hátíðarinnar nú í ár er á gjörninga og samruna ólíkra listforma.

Fyrsti gjörningur BNCC var fluttur á hátíðinni Villa Reykjavík síðastliðið sumar og var gjörningurinn partur af viðburðinum “Domains of Joyful Degradation”. BNCC vinnur með samankrull dans og myndlistar – silkiborðar, húðflúr, kol og techno hafa  komið við sögu í verkum þeirra. Í nýja gjörningnum verður sælgæti og riddaramenska í aðalhlutverkum.

Gjörningurinn verður fluttur í Útgerðinni, grandagarði 16 og aðgangur er ókeypis. Húsið opnar kl 14 en skipulögð dagskrá hefst stundvíslega kl 14:30.

~ by siggasoffia on March 30, 2011.

Leave a comment

 
Design a site like this with WordPress.com
Get started