Kvenskörungar í útrás!
Verkið “Þá skal ég muna þér kinnhestinn” eða “Look back with a vengance” hefur verið valið á Pólsku danshátíðina European Festival of Contemporary Dance. Verkið verður sýnt bæði í Bytom (þar sem dansflokkurinn Silesian dance theater er staðsettur) og í Krakow.
Verkið var samið af Katrínu Gunnarsdóttur,Sigríði Soffíu Níelsdóttur,Snædísi Lilju Ingadóttur og Sögu Sigurðardóttur. Leikmynd var í höndum Ingibjargar Sigurjónsdóttur myndlistamanns Nína Óskars sá um búninga en Ólafur Jósepson samdi tónlistina.
“Þá skal ég muna þér kinnhestinn” var frumsýnt á Reykjavík Dance festival 2010 en einungis 2 sýningar voru á verkinu. Aukasýningar verða á Kinnhestinum nú í Janúar og verður það auglýst síðar.