Ítalskir gagnrýnendur ánægðir með Transaqania
Íslenski dansflokkurinn og íslenska þjóðin rómuð af ítölskum gagnrýnendum.
Dansarar og starfsfólk Íslenska dansflokksins eru komnir heim til Íslands eftir vel heppnaða sýningarferð til Ítalíu. Flokkurinn sýndi verkið Transaquania – Into Thin Air á Eguilibrio, virtri nútímadanshátið í Róm.
Það var mikill heiður fyrir Íslenska dansflokkinn að vera beðin um að sýna á Equilibrio þar sem nokkur af stærstu nöfnum dansheimsins komu fram á hátíðinni meðal annars Sidi Larbi Cherkaoui, Akram Khan, Rosas og Les Ballets C. de la B.
Ítalskir gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir af Transaqunania – Into Thin Air, Íslenska dansflokknum og íslensku þjóðinni. Gagnrýnandi frá http://www.livecity sagði meðal annars „Íslendingar eru ólíkir öðrum norðurlandabúum, þeir eru langt frá því að vera kaldir eða skemmtanaglaðir, þeim er í blóð borin ákveðin innri angurværð sem er fylgifiskur þess að búa á Íslandi. Þeir bera hinsvegar angurværðina með mikill ró sem gerir þá hlýja einstaklinga. Transaqunia – Into Thin Air er sýning sem er allt annað en köld, hún er spennandi, dýrsleg, kröftug, líkamleg og úthugsuð.“ Sami gagnrýnandi var einnig orðlaus yfir færni dansara flokksins og þeirri innri orku sem þeir búa yfir.Gagnrýnandi frá Teatridi Cartapesta sagði Transaqunia vera „sterka og tilfinningaríka upplifun og að Íslenski dansflokkurinn ásamt höfundum sýningarinna, þau Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Garbríela Friðriksdóttir hafi skapað algerlega einstakt andrúmsloft fyrir áhorfendur“.