Frumsýning á White for Decay 04.03.11
Þá er loksins komið að frumsýningu á White for decay. Án efa óvenjulegt og eftirminnilegt æfingatímabil. Verkið þurfti að taka nokkra hringi kringum völlinn fyrir lendingu og er nú tilbúið til sýningar.
Í verkinu dansa nú Ásgeir Helgi, Cameron Corbett, Hannes Þór og Sigríður Soffía.
Tónlist er eftir Jóhann Friðgeir Jóhannsson
Búningar: Ellen Loftsdóttir
Video: Einar Brynjólfsson og Sigríður Soffía
Lýsing: Kjartan Þórisson
Verkið er partur af kvöldinu x3 en verkið Heilabrot eftir Steinunn og Brian verður sýnt ásamt nýju verki Jo Stromgren: Grosstadsafari. Ólík verk og dansgleðin í hávegum höfð.