Uniform Sierra sýnd í Bíó Paradís 29apríl.

Uniform Sierra verður ein af 9 dansstuttmyndum sýndar á alþjóðlega dansdaginn í Bíó Paradís. Allar myndirnar sem sýndar verða hafa verið sýndar á festivölum erlendis. Uniform Sierra var gerð árið 2008 en myndin hlaut fyrsta sæti sem “besta mynd” á Actfestival´09 í Bilbao.  Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaun  Stuttmyndadögum í Reykjavík 2008.

Síðan þá  hefur Uniform Sierra verið sýnd á festivölum á Íslandi, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð, Spáni & Finnlandi. Uniform Sierra var valin partur af alþjóðlega sýningarhluta Reeldance Tvíæringsins og var hún sýnd í 11 stærstu borgum Ástralíu sumarið 2010.
Uniform Sierra var sýnd á opnunarkvöldi Reeldance-tvíæringsins 14 maí. Þar með byrjaði Ástralíutúr myndarinnar en Uniform Sierra var sýnd í 13 stæstu borgum Ástralíu sumarið 2010 en hátíðin endaði  í Nýja Sjálandi. Opnun kvikmyndahátíðarinnar var haldin í Sydney en myndin verður m.a. sýnd í Brisbane, Melborne,Perth, Alice Springs, Darwin,Cairns. Adelaide…

Uniform Sierra var partur af alþjóðlegum hluta hátíðarinnar sem bar nafnið “We are not from here are you?” en þar voru m.a. stuttmyndir frá Suður Afríku, Mexíko, Kína, Argentínu og Bretlandi. Meðal listamanna sem eiga mynd í alþjóðlega hlutanum má helst nefna Cai Fei, Ballet Russes,Back to Back og Tim Shore.

Dagskrá Bíó Paradísar má finna hér:

http://issuu.com/bpar/docs/bp_dagskr_rbla__april2011.indd_web

Advertisement

~ by siggasoffia on March 31, 2011.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

 
%d bloggers like this: