Aukasýningar á “Þá skal ég muna þér Kinnhestinn”

Dansfélagið Krummi hefur ákveðið að efna til örfárra aukasýninga á “Þá skal ég muna þér Kinnhestinn” í leikhúsinu Norðurpólnum á Seltjarnarnesi.

Ekki láta þetta fram hjá þér fara, TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI Miðapantanir í síma 847-4852 eða á krummidansar@gmail.com
Sýningardagar:
16. apríl kl 20:00
20. apríl kl 20:00
21. apríl kl 20:00 ATH. lokasýning

Miðaverð: 2000 krónur

Verkið er innblásið af kvenskörungum Íslendingasagnanna en sérstaklega er einblínt á þær Bergþóru, Hallgerði, Helgu fögru og Egil. Þjóðsögur og samband manns við náttúruna fléttast saman við íslenskar klisjur sem tengjast kvenhetjum. Það var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival 2010 við frábærar viðtökur:

“Efnistök þeirra voru nýstárleg túlkun á tilfinningalífi þeirra Hallgerðar langbrókar, Bergþóru, Helgu fögru og Egils Skallagrímssonar…Er skemmst frá því að segja að þær stöllur heilluðu áhorfendur upp úr skónum, og fagnaðarlætin voru bæði
hávær og kröftug líkt og sýningin sjálf að henni lokinni.”

Ólína Þorvarðardóttir á Eyjunni, 2.september 2010

Aðstandendur:
Höfundar og flytjendur: Katrín Gunnarsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir
Tónlist: Ólafur Josephsson
Leikmynd: Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Búningar: Nína Óskarsdóttir
Grafísk hönnun: Ómar Hauksson

Verkefnið var styrkt af Hlaðvarpanum, Evrópu unga fólksins og Prologos Leikritunarsjóði Þjóðleikhússins.

Advertisement

~ by siggasoffia on April 11, 2011.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

 
%d bloggers like this: