Uniform Sierra til Rómar í haust
Uniform Sierra verður sýnd á kvikmyndahátíðnni Corti & Sigaretts í Róm í september. 36 íslenskar stuttmyndir voru sendar inn í keppnina hér á landi og 5 valdar til sýninga í “Scandinavien Short” hluta hátíðarinnar á Ítalíu.
Corti&Sigaretts verður haldin í 4 sinn en á hátíðinni í ár er sérstakur fókus á norðurhluta Evrópu og þá sérstaklega Íslandi og Noregi. Brot úr íslensku myndunum sem fara til Rómar voru sýnd á ítölsku menningarhátíðinni sem haldin var í Salnum Kópavogi á síðastliðinn sunnudag.
Uniform Síerra var gerð 2008 og í henni dansa Benjamin Khan og Sigríður Soffía. Tónlistina í myndinni samdi tónskáldið Jóhann Friðgeir Jóhannsson (http://www.sevenoi.com) .
“Uniform Sierra” hlaut fyrsta sæti sem besta dansstuttmynd á Actfestival´09 og hlaut áhorfendaverðlaun Stuttmyndadögum í Reykjavík 2008
Myndin hefur nú verið sýnd á festivölum á Íslandi,Ástralíu, Noregi, Svíþjóð, Spáni & Finnlandi. Uniform Sierra var einnig valin sem partur af alþjóðlega sýningarhluta Ástralska Reeldance Tvíæringsins og var hún sýnd í 11 stærstu borgum Ástralíu og Nýja –Sjálandi sumarið 2010.