White for decay fær tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2011

Tekið af griman.is:

TILNEFNINGAR til Grímuverðlauna 2011 í alls 16 flokkum sviðslista voru kunngjörðar í Borgarleikhúsinu mánudaginn 6. júní að viðstöddum fjölda sviðslistafólks. Alls komu 80 leiklistarverkefni til álita til Grímunnar í ár sem voru skoðuð af fagnefndum Grímunnar með verðlaunin eftirsóttu í huga. Þar af voru 20 danssýningar, 11 barnasýningar og 7 útvarpsverk. Við verkin störfuðu yfir eitt þúsund listamenn, tæknifólk og starfsfólk leikhúsanna.

DANSHÖFUNDUR ÁRSINS


Damien Jalet, Erna Ómarsdóttir og Gabríela Friðriksdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Transaquania – Into Thin Air í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Erna Ómarsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

Lára Stefánsdóttir í samstarfi við hópinn
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Bræðrum í sviðssetningu Pars Pro Toto í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og hópurinn
fyrir kóreógrafíu í leiksýningunni Verði þér að góðu í sviðssetningu leikhópsins Ég og vinir mínir í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Sigríður Soffía Níelsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni White for Decay í sviðssetningu Sigríðar Soffíu Níelsdóttur og Íslenska dansflokksins

Valgerður Rúnarsdóttir og hópurinn
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Eyjaskeggi í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival.

Ása Richardsdóttir, forseti Leiklistarsambands Íslands og annar kynnir Grímuhátíðarinnar í ár, leikkonan góðhjartaða Katla Margrét Þorgeirsdóttir, opinberuðu tilnefningarnar við góðar undirtektir samstarfsfélaga og ný-tilnefndra listamanna sem sýndu viðbrögð. Hinn aðalkynnir hátíðarinnar í ár verður leikarinn bráðskemmtilegi Gunnar Hansson.

Grímuhátíðin sjálf, árleg uppskeruhátíð sviðslistageirans árið 2011, verður svo haldin í níunda sinn í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 16. júní og í beinni útsendingu á Stöð 2. Útsendingin hefst stundvíslega kl. 19.30, en dagskráin nýtur ávallt mikilla vinsælda hjá sjónvarpsáhorfendum, enda um einn glæsilegasta viðburð ársins í menningarlífinu að ræða. Á hátíðinni verða jafnframt heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands veitt þeim sviðslistamanni er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista.

sjá meira á http://www.griman.is

 

Advertisement

~ by siggasoffia on June 10, 2011.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

 
%d bloggers like this: