Fyrsti trailer frá nýrri þáttaröð – Tónspor –

Tónspor er heitið á nýrri þáttaröð í umsjón Jónasar Sen. Þættirnir eru sex og hver þáttur er helgaður einu tónskáldi og einum danshöfundi. Síðasta vetur voru þau beðin um að semja dans- og tónverk, og er í þáttunum fylgst með því hvernig það varð til, frá fyrstu hugmynd til frumsýningar. Auk þess að fjalla um höfundana fléttast inn í þættina stutt mynd- og viðtalsbrot þar sem varpað er ljósi á dans og dansmenningu í öllum sínum fjölbreytileika. Meginumfjöllun hvers þáttar er þannig sett í víðara samhengi við sögu og menningu. Þetta eru því jafnframt fræðsluþættir um fyrirbærið dans, sem hefur fylgt manninum frá örófi alda.
Danshöfundarnir eru Erna Ómarsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og Helena Jónsdóttir.
Tónskáldin eru Ólöf Arnalds, Áskell Másson, Hilmar Örn Hilmarsson, Daníel Bjarnason, Hildigunnur Rúnarsdóttir og Þórarinn Guðnason.
Um dagskrárgerð sér Jón Egill Bergþórsson.
Þættirnir eru samstarfsverkefni RÚV og Listahátíðar í Reykjavík.

Advertisement

~ by siggasoffia on August 26, 2011.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

 
%d bloggers like this: