Hreyfingar Flugdreka // Movements of Kites
Föstudaginn 2. desember kl. 16 sýnir Sigríður Soffía Níelsdóttir dansgjörninginn Hreyfingar flugdreka í D- sal Hafnarhússins en viðburðurinn er hluti af sýningu Bjarkar Viggósdóttur, Flugdrekar. Sigríður samdi dansinn sérstaklega fyrir sýninguna, en verkið fjallar um höft og strengi með tilvísunum í bardagalistina. Horft er sérstaklega til hreyfieignleika flugdreka í lofti og endurtekningu mismunandi forma í náttúrunni.
Myndlistarmaðurinn Björk Viggósdóttir hefur lagt áherslu á gerð myndbandsverka og innsetninga, þar sem hún leikur með ofurnæmi skynfæranna. Í verkum sínum vinnur hún gjarnan með dans sem unnir eru í samvinnu við danshöfunda og dansara. Myndmálsheimur Bjarkar er ljóðrænn og táknmyndirnar eru margræðar. Á sýningunni í D-salnum eru flugdrekar eitt af viðfangsefnum hennar, en þeir eiga sér langa sögu og hafa í gegnum aldirnar spilað fjölbreytt hlutverk. Þeir hafa meðal annars verið notaðir til að senda skilaboð, á mannamótum, íþróttaleikjum og jafnvel til rannsókna.
//Movements of Kites – Dance performance by Sigríður Soffía Níelsdóttir. Hafnarhús – D22 Björk Viggósdóttir. Friday 2 December , 4 p.m.
As a part of Björk Viggósdóttir‘s exhibition, dancer and choreographer Sigríður Soffía Níelsdóttir performs a dance performance in the D- gallery at Reykjavik Art Museum – Hafnarhús. The piece builds on strings of emotions, struggle and restrictions with references to martial arts.
Björk works with colors, emotions, signs and other things from the everyday, which she brings to other dimensions by creating for them new perspectives and settings. In her art Björk likes to encourage her audience to use all their senses for viewing her work by using combinations of different media in her works. Viggósdóttir frequently collaborates with composers, musicians, dancers and other artists in both solo and group exhibitions.