Tekið af “www.listahatid.is”  26.01.12

RÚV SÝNIR ÞÁTTARÖÐ UM SAMVINNU TÓNSKÁLDA OG DANSHÖFUNDA Á LISTAHÁTÍÐ

26/1/2012

  • Sigríður Soffía og Þórarinn Guðnason á Listahátíð 2011. Mynd: Morgunblaðið

TÓNSPOR er heitið á nýrri þáttaröð í umsjón Jónasar Sen, sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Þættirnir eru sex og er hver þáttur helgaður einu pari af tónskáldi og danshöfundi, sem unnu tón- og dansverk sem frumflutt voru á Listahátíð í Reykjavík í fyrra. Í þáttunum er fylgst með því hvernig verkin urðu til, frá fyrstu hugmynd til frumsýningar. Auk þess fléttast inn í þættina stutt mynd- og viðtalsbrot þar sem varpað er ljósi á dans og dansmenningu í öllum sínum fjölbreytileika. Danshöfundarnir eru Erna Ómarsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og Helena Jónsdóttir. Tónskáldin eru Ólöf Arnalds, Áskell Másson, Hilmar Örn Hilmarsson, Daníel Bjarnason, Hildigunnur Rúnarsdóttir og Þórarinn Guðnason.

Í fyrsta þætti koma fram Sigríður Soffía Níelsdóttir danshöfundur og Þórarinn Guðnason tónskáld. Í þættinum er einnig  fjallað um muninn á ballett og nútímadansi, áhrifamátt danssýninga í sjónvarpi og í tónlistarmyndböndum, á Lækjartorgi og í dansmyndum. Vindur kemur við sögu í verki þeirra Bergmáli, sem frumflutt var  í Tjarnarbíói á Listahátíð og sýnt er í lok þáttarins.

Dagskrárgerð er í höndum Jóns Egils Bergþórssonar.
Þættirnir eru samstarfsverkefni RÚV og Listahátíðar í Reykjavík.

Ljósmynd: Morgunblaðið

Advertisement

~ by siggasoffia on January 27, 2012.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

 
%d bloggers like this: