Tilnefnd til Menningarverðlauna DV!
Hlaut tilnefningu til Menningarverðlauna DV í flokknum Danslist: Tilnefndir eru Ásgeir Helgi Magnússon, Erna Ómarsdóttir, Dansverkstæðið, Margrét Bjarnadóttir og SSN
Tekið úr frétt á DV.is
“Sigríður Soffía Níelsdóttir
Sigríður Soffía hefur á stuttum ferli sínum sýnt hæfni sem ekki er á færi margra nýútskrifaðra dansara eða danshöfunda. Í uppsetningu á verkinu White for decay fyrir Íslenska dansflokkinn setti Sigríður fram vel smíðað dansverk sem spilaði á marga tilfinningastrengi og hreif áhorfandann með sér. Sem dansari sýndi Sigríður svo, í tvíburadúett hennar og Lovísu Gunnarsdóttur í verkinu Skrímsli, einstaka karaktersköpun og ótrúlega dýpt í túlkun sinni. Auk þess er vert að minnast á áhrifaríkan söng hennar í óperu Barða Jóhannssonar Red Waters sem frumsýnd var í óperunni í Rouen í Frakklandi.”
Úr Óperunni Red Waters, sem frumsýnd var í Rouen,Frakklandi í Nóvember. Óperan var skrifuð af Barða Jóhannsyni, Keren Ann og Sjón.
úr Við sáum Skrímsli eftir Ernu Ómars
Úr verkinu White for decay