Gagnrýni tekin af www.reykvélin.is

26.5.12

Poppkúlturinn krufinn í Glymskrattanum

Á Listahátíð Reykjavíkur ægir á öllu saman hvað varðar fjölbreytni í listgreinum. Klassík, húslestrar, stórtónleikar í Hörpu og nú óður til poppkúltúrmenningar í sýningunni Glymskrattinn

Sýningin Glymskrattinn er dans-og tónlistarverk eftir þær Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Valdimar Jóhannsson semur tónlistina sem er eins og nafn verksins gefur til kynna óútreiknanleg. Úr Glymskrattanum hljóma Indy- lög, epískar ballöður, teknó, tropical 80´s tónlist og margt fleira.


Þema Glymskrattans er að skilgreina og gera grín að öllum þeim sektarunaði (Guilty pleasure) sem við eigum öll sameiginlegt að upplifa. Ég var sérstaklega vel fyrir kölluð þar sem kvöldið áður hafði ég horft á heimildarmynd um undirbúning nýjustu tónleikaherferðar Beyoncé, Revel. Þar var birt öll sú gríðarlega vinna sem fer í það að skapa veröld Sasha Fierce (það er alter ego Beyoncé, fyrir þá sem eru ekki vel að sér í fræðunum), dansrútínur, þjálfun, búningahönnun, ljósahönnun og margt fleira.

Glymskrattinn er óður til poppkúltúrsins þar sem birtast hinar ýmsu útgáfur af Sasha Fierce týpunni. Sú týpa fær ekki oft mikinn hljómgrunn á Íslandi af einhverjum orsökum og er því kjörið að gefa henni rými á leiksviði þar sem dívueðli hennar getur fengið að njóta sín

Verkið fór fram í Þjóðleikhúskjallaranum sem er sannarlega áhugaverður staður til að leyfa Fierce- eðlinu að koma fram. Það var áhugavert að sitja til borðs með ókunnugum í hinu þrönga rými Þjóðleikhúskjallarans sem skreytt var neonlituðum strengjum sem minntu á gamla tíma. Listakonan Brynja Björnsdóttir sá um að gera rýmið hæft einu stóru samfljótandi tónlistarmyndbandi. Tókst henni vel til enda ekki auðvelt að vinna með sal þar sem súlur blasa við hvert sem maður horfir og speglar á veggjunum gera það að verkum að auðvelt er að njósna um fólk án þess að það taki eftir því.

 
Valdimar Jóhannson var fullkominn í hlutverki tónlistarmannsins, tilfinningalega fjarlægur í flestum lögunum en alltaf nógu Fierce í augunum eins og hann ætti svo sannarlega fortíð að syngja um.

Melkorka og Sigríður Soffía tóku djarft skref fram með því að syngja krefjandi söngstíla samtímis því að sýna færni sína sem virkilega færir dansarar. Fyrir þá sem vilja kynnast því hversu ótrúleg vinna það er að halda hreinum tóni á meðan farið er í brú, líkt og þær gerðu er bent á að youtube-a poppdívuna Beyoncé, hún skefur ekkert ofan af því.

Glymskrattinn er sýning lituð frábærum húmor, leik, dansi og sterkri tónlist. Hún er því góð sýnikennsla og upphitun fyrir þá sem langar að dansa til að gleyma, njóta og að öllu leiti vera Fierce!

Sólveig Ásta Sigurðardóttir

Posted by at 09:00

Advertisement

~ by siggasoffia on May 31, 2012.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

 
%d bloggers like this: