Gleðilegt Ár! KABLAMM 3-6 kg flugeldasýning fyrir þá sem vill kóreografað gamlárskvöld!!

Sigríður Soffía, höfundur ELDAR flugeldadanssýningar Menningarnætur, hefur nú sett saman uppskrift að nýju flugeldadansverki fjölskyldunnar sem hér má finna fyrir neðan!

endilega takið video af sýningunni ykkar og setjið á https://www.facebook.com/menningarnott eða #KABLAMM

+++++++++++

KABLAMM
uppskrift að fjölskyldudansverki fyrir 3-6kg af flugeldum á gamlárskvöld.
Undirbúningur:
Útnefndu einn skotstjóra, hann heldur um sýningarstjórnun.
Útnefndu annan sem sér um að að staðsetja flugeldana og að þeir séu ekki staðsettir of nálægt hver öðrum.
Útnefndu þriðja sem sér um að allir séu í öruggir og með skoteldagleraugu.
Keyptu flugelda af björgunar eða hjálparsveitum til að styrkja gott málefni. Veldu flugeldann út frá, stærð, lit, lögun, áferð og stemmingu. Byrjunin getur verið einlit og lágstemmd og lokin mögnuð upp með litríkum flugeldum og háværri gostertu.

Innilhaldsefni:
Bengalblys, stjörnuljós, lítið gos, stærra gos, kúlublys, ílur, 2 enn stærri gos, og kínverjar (eða hávær skotterta) og ein terta.
Lesið utan á leiðbeinginarnar á flugeldunum til að sjá tímalengd þeirra til að tímasetja sýninguna.

Aðferð: Skotsjóri útnefnir 2-5 ættingja og vini til að aðstoða við útfærslu.

1. Fimm manns stilla sér upp og kveikja í störnuljósi – syngja hátt og snjallt “Nú árið er liðið” til að fá dramatíska uppbyggingju í byrjun verksnins.
Þegar stjörnuljósið er hálfnað kveikja þeir í rauðu bengalblysi sem þeir halda á í hinni hendinni. Þessir 5 kveikja í blysunum í Canon-eða keðju einn af öðrum.
2. Blysin deyja út eitt af öðru og sá síðasti með lifandi blys kveikir í fyrsta “litla” gosi.
3. skotstjóri veit hversu langt “litla”gosið er, gefum okkur að það sé 90 sek. Skotstjóri gefur merki um að kveikja í miðstærðar gosi 60sek eftir að litla gos hefst.
4. þegar 60 sek eru liðnar af miðstærðar gosi, gefur skotstjóri merki um að kveikja í 4 kúlublysum og eins mörgum ílum og þið nennið til að gera örstutt uppbrot í sýninguna. í 10 sek lifa bara kúlublysin og ílurnar.
5.Startið kínverjum og háværri skottertu ofaní ílurnar sem undirbúning fyrir hápunkt.
6. Startið lokatertu 30-60 sek seinna (fer eftir timalengd)

Góða skemmtun

Advertisement

~ by siggasoffia on December 30, 2013.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

 
%d bloggers like this: