Glymskrattinn kynnir Skrattinn úr sauðaleggnum / New Creation

•March 19, 2014 • Leave a Comment

Nú er Glymskrattaliðið komið á fullt með að vinna nýja sýningu ” Skrattinn úr sauðaleggnum” sjálfstætt framhald af Glymskrattanum sem tryllti lýðinn í Þjóðleikhúskjallaranum. Skrattinn úr sauðleggnum leggur að þessu sinni frá erlendum poppkúltúr til þjóðlegri átta og er íslensk tónlistar og poppmenning undir smásjánni. Í dag var íslenska landnámshænan aðalinnblástur dagsins. Frumsýning á Skrattanum úr sauðaleggnum verður 23.apríl en við munum einnig koma fram á Tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í apríl.

Hér er dansvideo með hænum í boði Benz

 

Advertisement

Working on Yuila, new fashionshow of Hildur Yeoman on Designmarch

•March 17, 2014 • Leave a Comment

Currently working on the creation/choreographing  of Hildur Yeoman latest fashion show/event. Yeoman´s collection is inspired by her grandmother Yulia a woman that ran away from her family to join a motorcycle gang.

Check out Hildur Yeoman at http://www.hilduryeoman.com

Visuals/sculptures: Daniel Björnsson

Dancers: Valgerður Rúnarsdóttir and Þyrí Huld and myself

See trailer for Yulia below of Þyrí improvising

 

 

Hlaut menningarverðlaun DV // Received the Cultural Awards of DV for Eldar-choreography for 3 tons of fireworks

•March 15, 2014 • Leave a Comment

Hlaut Menningarverðlaun DV í vikunni fyrir verkið Eldar- dansverk fyrir 3 tonn af flugeldum. Hægt er að sjá allt um verkið HÉR

Verkið var unnið í samvinnu við Hjálparsveit skáta Reykjavíkur, Vodafone og Reykjavíkurborg. // Just received the cultural awards of DV for Eldar-choreography for 3 tons of fireworks. See the making of video here below or click here

379f49ce6f27b45328ad63cd0115b84f

photo-16

Performing in Koln, Germany this weekend.

•March 5, 2014 • Leave a Comment

Performing 3 shows of “We saw monsters” this weekend in Köln. Performances on the 7th 8th and 9th of March for ticket information click the pic below

Screen Shot 2014-03-05 at 9.04.57 PM

 

photo-17

Tilnefning til menningarverðlauna DV 2013 // Got a nomination to the Cultural awards of DV

•March 4, 2014 • Leave a Comment

photo-4Sigríður Soffía Níelsdóttir og Hjálparsveit Skáta í Reykjavík fyrir verkið Eldar, danssýning fyrir 3 tonn af flugeldum// Sigríður Soffía for Eldar- dancepice for 3 tons of fireworks

Eldar er skemmtileg dansnýjung þar sem flugeldar eru notaðir til danssmíða. Þar sem enginn er líkaminn er handverkið í forgrunni í Eldum, danssmíðarnar í sinni tærustu mynd. Kraftur formsins, fegurð hreyfinga, blæbrigði lita og hárnákvæm framkvæmd. Flugeldarnir dansa á himninum, umvefja áhorfendur og skapa einstaka dansupplifun í borginni sem öll verður að leiksviði. Sýningin náði til 80% þjóðarinnar á einu bretti og skapaði áhugavert samtal um dans, skilning á danshönnun og hvernig nýta megi hana á margvíslega máta.

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Lára Stefánsdóttir fyrir verkið Vorblótið

Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir verkið Coming up

Helena Jónsdóttir fyrir verkið Tímar

Brogan Davison, Ármann Einarsson og Pétur Ármannsson fyrir verkið Dansaðu fyrir mig

“Best turisim clip ever created for this beautiful country”

•February 26, 2014 • Leave a Comment

Inspired by iceland clip  is featured  on superstar magazine website. Video was directed by Reynir Lyngdal and choreographed by Sigga Soffía

http://www.superstarmagazine.com/the-best-tourism-clip-ever-created-for-this-beautiful-country/

 

 

Umfjöllun um Hlín Reykdal hjá Hönnunarmiðstöðinni

•February 5, 2014 • Leave a Comment

 

Click the picture to see the review on designer Hlín Reykdal at Iceland Design centre© Nanna Dís 2013

flugeldar

•February 3, 2014 • Leave a Comment

Áramótasýningin í Dubai 2014 32 mín, sirka 639 milljónir ISK

San Diego 2012 Tíu min sýning sprakk óvart öll upp á 1 mín.

Inn að beini – SHALALA – í Þjóðleikhúsinu aðeins 1 sýning föstudaginn 24.janúar

•January 22, 2014 • Leave a Comment
Shalala kynnir
Inn að beini – skemmtiþáttureftir Ernu Ómarsdóttur Valdimar Jóhannsson og fleiri
aukasýning 24 janúar í Kassanum-miðasala á leikhusid.is
aðeins 2200 kr

Sviðslistahópurinn Shalala mun efna til samkomu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og býður ykkur að vera viðstödd einstakan atburð. Skemmtiatriði, gamanmál, fróðleikur, heimspeki, dans, innlit í hulda heima innri meðvitundar, tónlist, ógleði, vellíðan, upplifun, tómleiki og frelsun. Vertu velkominn og hver veit nema líf þitt taki snúning í átt að fullkomnu jafnvægi.

Shalala í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Reykjavík Dance Festival

Hugmynd og listræn stjórnun
Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson

Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg
Friðgeir Einarsson

Sérstakur ráðgjafi
Sjón

Hér sameinar fjölmargt hæfileikafólk krafta sína, þáttastjórnendurnir Ólafur Darri Ólafsson og Dóra Jóhannsdóttir og skemmtikraftarnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Óttar Proppé, Flosi Þorgeirsson, Valdimar Jóhannsson, Friðgeir Einarsson, Erna Ómarsdóttir, Sissel M. Björkly og Siri Jodvendt

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg ,Þjóðleikhúsinu, Iceland Norway Foundation, Kulturrådet – Arts Council Norway.to the bone

Mæli með: Óraunveruleikir eftir Valgerðir Rúnars, Urði Hákonar og Þyri Huld! // Check out the best performance in the history of the Universe!

•January 8, 2014 • Leave a Comment

1549426_10202815188158164_1612475033_n

Klikkið á myndina til að sjá video úr sýningunni og BÓKIÐ YKKUR MIÐA HÉRNA

ÓRAUNVERULEIKIR

NÝTT ÍSLENSKT VERK FLUTT AF URÐI HÁKONARDÓTTUR TÓNLISTARKONU, VALGERÐI RÚNARSDÓTTUR OG ÞYRI HULD DANSLISTAKONUM.

Verkið leggur upp með að rannsaka hvar mörk veruleikans og hins óraunverulega liggja. Snérumst í hringiðu óendanlegs sívalnings. Hvernig finnur maður mörk ímyndunaraflsins? HVernig sannar maður hið ósannreynanlega. HVernig skilgreinir maður hið trúlega frá hinu ótrúlega. Hver er minn raunveruleiki hver er þinn?

Skynfærunum boðið í ferðalag mögulega á vit hins óraunverulega.

ATH EINUNGIS 4 SYNINGAR FRUMSÝNING 16 JANÚAR KL 20::00 Í KASSANUM ÞJÓÐLEIKHÚSINU, AÐRAR SÝNINGAR 17,25 OG 26 JANÚAR 2014!